Fjölskylduguðsþjónusta verður á sunnudag kl. 11. Við fáum heila hljómsveit til að spila undir sönginn og til að spila og syngja fyrir okkur. Sagan um Lazarus, hugleiðing og brúðuleikhús verður á dagskrá. Við ætlum líka að hafa hluta guðsþjónustunnar kyrrðarrými þar sem hægt verður að biðja, kveikja á kerti, teikna, og íhuga undir fallegri tónlist.
Hljómsveitin Sálmari spilar og leikur undir söng. Fermingarbörn aðstoða við guðsþjónustuna.
Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Pylsuveisla og djús eftir guðsþjónustuna.