IMG_0975Góð veisla þarf ekki að kosta mikið til að vera glæsileg. Silja Brá Guðlaugsdóttir kennari í framleiðslu í MK sýnir fallegar og fjölbreyttar hugmyndir að servéttubrotum, skreytingum og framsetningu. Þetta hentar öllum sem vilja lífga upp á boð, hvort heldur er fyrir sunnudagskaffið, afmæli, matarboð eða fermingarveislu.

Kennslan verður að lokinni guðsþjónustu, sunnudaginn 11. október 2015 kl. 12.15 – 13.00 í safnaðarsal Hjallakirkju. Viðstaddir fá að æfa ýmis brot og Silja Brá gefur góð ráð.

Einnig verður bent á leiðir til að halda kostnaði við stærri veislur í lágmarki og hvernig reikna skal út þörf veitinga miðað við fjölda gesta.

Námskeið sem þetta var einnig haldið síðastliðinn vetur og gerður góður rómur að.

Kennslan er í boði Hjallakirkju. Allir velkomnir.