Sunnudaginn 11. október verður guðsþjónusta kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma í sal á neðri hæð. Í guðsþjónustunni leikur Sigrún Harðardóttir fiðleikari. Organisti verður Guðný Einarsdóttir og félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða söng. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Guðspjall sunnudagsins fjallar um það þegar Jesús læknaði blindan mann.
Sunnudagaskólinn verður fjörugur að vanda. Þar verða Markús og Heiðbjört og segja frá efni dagsins í brúðuleik, tónlist og leik.
Eftir helgihaldið hittast allir í safnarðarsalnum og fá sér hressingu. Kl. 12.15 hefst svo örnámskeið í því að gera góða veislu glæsilega og er það nánar kynnt í frétt á vef kirkjunnar.