Sunnudagurinn 8. nóvember er Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar. Skúli Svavarsson kristniboði verður gestur okkar í guðsþjónustu kl. 11 og segir frá starfi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, en hann
starfaði um árabil Afríku á þeirra vegum. Prestur verður sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og organisti Sólveig Anna Aradóttir. Meðal annars verða sungnir söngvar frá Suður Ameríku og Afríku og munu félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.
Tekið verður við frjálsum framlögum til kristniboðsins eftir guðsþjónustu.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð á sama tíma. Umsjón hafa Markús Bjarnason og Heiðbjört Höskuldsdóttir. Þar verður að vanda brúðuleikhús, söngur og gleði.
Kaffi, djús og kex að loknum stundunum.