Opna húsið hefst að venju með súpu og brauði kl. 12 í salnum á efri hæð Hjallakirkju.  Við fáum góðan gest í heimsókn það er höfundurbókarinnar: Það er gott að búa í Kópavogi Gunnar Kr. Sigurjónsson ssem kemur og segir frá tilurð bókarinnar og les upp úr henni.  Sjá meira um bókina hér að neðan.

Eftir súpu og spjall endum við stundina með helgistund í kirkjunni þar sem Guðný orgnisti mun kynna fyrir okkur fallega tónlist.

 

Hér stíga fjölmargir Kópavogsbúar fram í sviðsljósið og segja sögur af sér og öðrum. Að sjálfsögðu fylgir smellinn kveðskapur með!
Gunnar I. Birgisson mátar buxur, Sigurður Geirdal sendir Guðmundi Oddssyni kveðskap, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðarson er hætt kominn í flugvél, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni og Þórður á Sæbóli selur blóm. Það er öruggt mál að lesendurnir eiga góðar stundir með þessa bráðskemmtilegu bók í höndunum.  Að sjálfsögðu verður bókin á tilboðsverði að lestri loknum.
 kop-fors-72