advent_calendarAðventan hefst þann 29. nóvember. Þá hefst líka nýtt kirkjuár. Við fögnum þessu með guðsþjónustu kl. 11 þar sem sungnir verða fallegir aðventusálmar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða söng við stjórn og undirleik Guðnýjar Einarsdóttur organista. Skátar bera inn friðarljós sem ljómar fram að jólum, við kveikjum á aðventukransi og íhugum boðskap aðventunnar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Sunnudagaskólinn hefst niðri. Þar verður kveikt á kerti og sungið og við heyrum biblíusögu. Síðan verður gengið fylktu liði upp í safnaðarsal þar sem við eigum góða stund saman á Aðventuhátíð fjölskyldunnar eins og jafnan þennan sunnudag. Allir geta föndrað jólakort og miða og litað myndir. Kaffi, kakó og smákökur í boði. Aðrir kirkjugestir bætast svo í hópinn að lokinni guðsþjónustunni. Umsjón með sunnnudagaskóla Kristín Rut Ragnarsdóttir og Einar Hilmarsson. Inga Hrönn Pétursdóttir undirbýr aðventuföndrið og býður upp á kakó og smákökur.