Það verður mikið um að vera í Hjallakirkju sunnudaginn 13. des á þriðja sunnudegi í aðventu. Sunnudagaskólin hefst á sínum stað í salnum niðri kl. 11 eftir smá gleði þar færum við okkur í salinn uppi og dönsum í kringum jólatréð. Jólasveinn hefur boðað komu sína. Messugestir mæta á sama tíma í kirkjuna. Messan verður innihaldsrík en með styttra móti svo þeir sem hafa áhuga geti blandað sér í gleðina á jólaballinu. Þar verður einnig í boði kaffi og djús fyrir þá sem vilja. Sjáumst á sunnudaginn.