90_03_36---Christmas-Decorations_webJólin verða sungin inn í síðustu guðsþjónustu aðventunnar kl. 11 þann 20. desember. Lesnir verða ritningartextar allt frá spámönnunum að komu Krists og aðventu- og jólasálmar sungnir milli lestra. Þetta er falleg og hátíðleg stund. Prestar verða sr. Sigfús Kristjánsson, sr. Steinunn A. Björnsdóttir og sr. Toshiki Toma. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista.