jolamyndAðfangadagur:

Kl. 16 verður jólahelgistund fyrir börn og fullorðna. Þar munu börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna helgileik og nýtt brúðuleikrit verður frumsýnt. Hátíðleg og skemmtileg stund meðan beðið er eftir jólunum.

Kl. 17.30 Jólatónlist á trompet og orgel. Ari Bragi Kárason og Guðný Einarsdóttir flytja.

Kl. 18 Aftansöngur. Flutt verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Einsöngur: Snorri Snorrason. Trompet: Ari Bragi Kárason. Prestar: sr. Sigfús Kristjánsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

 Jóladagur:

14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.