Jólastund eldri borgara í Digraneskirkju kl. 14

clipart-music-notes-bcyE4zxcLÁ jólastundinni er boðið upp á vandaða dagskrá. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi annast um sönginn. Bjartur Logi Guðnason, kórstjóri, leikur undir.

Eftir stundina er boðið upp á kaffi og ýmislegt góðgæti. Allir eru velkomnir.

Jólastund eldri borgara er eitt af samstarfsverkefnum Digranes- og Hjallakirkju.
Hún er haldin í Digraneskirkju þau ár sem standa á oddatölu (2015, 2017 o.s.frv.) en í Hjallakirkju á árum með jafnri tölu.

By |2016-11-26T15:48:10+00:0027. desember 2015 | 11:01|