Mynd á biblíudaginnBiblíudagurinn er haldinn ár hvert. Í ár ber hann upp á 31. janúar. Þann dag verður messa kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma hér í Hjallakirkju. Við munum líka hafa sýningu á Biblíum á ýmsum tungumálum og með margs kyns letri sem hægt verður að skoða meðan menn fá sér kaffi eða djús eftir messu.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór Hjallakirkju syngja og leiða söng. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Kaffisopi að messu lokinni.

Markús Bjarnason og Heiðbjörn Arney Höskuldsdóttir sjá um sunnudagaskólann. Á eftir er að venju boðið upp á smá hressingu.

Guðspjall dagsins fjallar um sáðmanninn og fræið sem féll í misgóða jörð. Hér má lesa lestra dagsins.