Kaffiogte litilVið gæðum okkur á þorramat og syngjum þorrasöngva á gæðastundinni kl. 10 -12, miðvikudaginn 3. febrúar. Undirleikari við söng er Svanhvít Hallgrímsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.

Á miðvikudagsmorgnum er jafnan gæðastund hér í kirkjunni. Þá höfum við opið á neðri hæð kirkjunnar og bjóðum upp á kaffi og smá hressingu, blöðin og gott samfélag.