HjallakirkjaSunnudaginn 14. febrúar verður messa kl. 11. Þetta er fyrsti sunnudagur í lönguföstu og umfjöllunarefni textanna eru freistingar. Góðir gestir taka þátt í guðsþjónustunni. Það eru kórar úr Domus Vox undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti verður Guðný Einarsdóttir. Prestur sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Lestra dagsins og bænir má lesa hér. Kaffisopi að lokinni messu.

Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæðinni. Umsjónarfólk eru Markús og Heiðbjört. Þar verður fjör að vanda. Biblíumyndir, brúðuleikhús, bænir og söngur. Djús og kex á eftir og kaffi fyrir fullorðna.

Allir hjartanlega velkomnir.