6. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.  Þá bregðum við á leik í kirkjunni og gerum sitthvað óhefðbundið.  Um morguninn kl. 11 er fjölskyldumessa þar  sem brúður koma í heimsókn og við syngjum saman lög sem flestir þekkja úr sunnudagaskólanum.

kl. 20 um kvöldið er svo guðsþjónusta með Stjörnustríðsþema. Þar verður öll tónlist  úr stjörnustríðsmyndunum leikinn á orgel og af Brassbandi Reykjavíkur sem verður með í stundinni.  Einnig mun kór kirkjunnar syngja.  Stundin hefst á signingu og bæn og síðan verður tónlist og hugleiðingar til skiptis. Hugleiðingarnar eru fjórara og fjalla um stef sem koma fyrir í myndunum og benda á svipuð stef úr Biblíunni. Að lokum munu prestar kirkjunnar ásamt Sr. Toshiki Toma og Ólafi Jóni Magnússyni fermingarfræðara flytja bæn og blessun.  starwars_gud_banner_antexta