MaríaSunnudaginn 13. mars verður guðsþjónusta kl. 11. Þar minnumst við þess þegar engillinn vitjaði Maríu og sagði henni að hún myndi fæða son. Tónlistin tekur mið af því. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Ritningarlestra flytja Guðný Hulda Birgis og Kristján Þór Gunnarsson. Bænir flytja Anna Sigríður Brynjarsdóttir, Katrín Brynjarsdóttir og Sigurður Björnsson. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Lestra dagsins má finna hér. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1.

Sunnudagaskóli verður á sama tíma á neðri hæð. Umsjón hafa Markús Bjarnason og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir.  Hressing eftir sunnudagaskólann.