3. apríl og 10 apríl eru fermingar í Hjallakirkju.  Þær eru kl. 10.30 og 13.30 báða dagana.  Sunnudagaskóli verður kl. 11. báða dagana á sínum stað í salnum niðri.

Við minnum fermingarbörn og fjölskyldur á fund og æfingu fyrir ferminguna.  Fundur fyrir ferminguna 3. apríl er miðvikudaginn 30. mars kl. 18. og æfingar fyrir 3. apríl eru föstudag 1. apríl kl. 15. fyrir þau sem fermast 10.30 og kl. 16 fyrir þau sem fermast 13.30.  Það er skyldumæting á æfingarnar.

Fundur fyrir fermingu 10. apríl er miðvikudaginn 6. apríi kl. 18 og æfingar föstudaginn 8. apríl. kl. 15. fyrir þau sem fermast 10.30 og kl. 16 fyrir þau sem fermast 13.30.  Það er skyldumæting á æfingarnar.

Fermingarbörn þurfa að kunna ritningarversin sín þegar þau mæta á æfinguna.