Talsvert hefur verið spurt um fermingardaga 2017. Því er okkur ljúft að tilkynna að hér í Hjallakirkju verður fermt þann 2. og 9. apríl á næsta ári. Hægt er að skrá fermingarbörn næsta árs á vef Hjallakirkju.
Sent verður bréf til foreldra og forsjármanna þeirra barna sem eru í sókninni og eru á fermingaraldri og boðaður fundur 11. maí kl. 18 hér í Hjallakirkju. Hægt er að skrá fermingarbörn næsta árs á vef Hjallakirkju.
Gert er ráð fyrir fermingarnámskeiði 18-23. ágúst. Fræðsla verður 18. -19. ágúst, messa sunnudaginn 21. ágúst og aftur fræðsla þann 22. og 23ja).
Þau sem ekki komast á ágústnámskeið munu mæta á námskeið í september. Síðan verða fræðslustundir mánaðarlega og ýmislegt fleira á dagskrá.