Að kvöldi síðasta vetrardags, þann 20. apríl kl. 20, verður haldin tónlistaveisla í Hjallakirkju þar sem Kór Hjallakirkju og Kór Kópavogskirkju munu syngja A Little Jazz Mass eftir Bob Chilcott og Requiem eftir John Rutter ásamt jazztríói og hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einsöngvari verður Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og stjórnendur eru Guðný Einarsdóttir og Lenka Mátéová.

John Rutter og Bob Chilcott eru báðir núlifandi tónskáld frá Bretlandi. Báðir eru þeir uppaldir í kirkjukórum og hafa samið mikið af kirkjutónlist. Tónlist þeirra er melódísk og hrífandi og ætti engin að vera svikin af þessu eyrnakonfekti. Þeir eru meðal þekktustu kórtónskálda í Evrópu og hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir tónverk sín.

Aðgangseyrir er 2500 kr. en hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum í forsölu fyrir tónleika á 2000 kr.

Allir hjartanlega velkomnir!

Viðburðurinn á facebook