bigstock_Love_and_the_cross_metaphor_752188Sunnudaginn 8. maí verður messa í Hjallakirkju í umsjón karlahóps kirkjunnar, en það er grasrótarhópur sem hittist vikulega til að tala saman og biðja saman. Hugvekju flytjur Björn Hjálmarsson læknir. Undirleik annast Gunnar Böðvarsson. Félagar úr hópnum taka virkan þátt í ýmsum öðrum messuliðum. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir.

Að lokinni messu er boðið upp á veglegt kirkjukaffi í umsjón karlahópsins.