Fermingarfræðsla vetrarins er að hefjast í Hjallakirkju. Við byrjum með látum fimmtudaginn 18 ágúst. Þann dag og föstudaginn 19 verða fermingarbörn næsta vetrar í kirkjunni. Fermingarbörn úr Álfhólsskóla eru hjá okkur báða dagana frá kl. 9- 12 og fermingarbörn úr Snælandsskóla frá kl. 13-16.
Sunnudaginn 21. ágúst er svo guðsþjónusta þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Það verður boðið upp á hressingu eftir messu í safnaðarheimilinu. Fermingarbörnin munu takk þátt í og leiða stundina.