Sunnudaginn 13 . nóv er Kristiniboðsdagurinn. Guðsþjónusta verður að venju kl. 11 í kirkjunni og mun sönghópurinn Árórurnar leiða söng og messusvör. Texta dagsins má sjá hér. Sálmar dagsins verða eftirfarandi: 926 Á hverjum degi, 907 Barn þitt vil ég vera, 302 Í fornöld á jörðu og 825 Heyr þann boðskap. Auk þeirra munu Árórurnar syngja fallegt verk eftir predikun. Einnig verður hjá okkur Ólöf Sigursveinsdóttir Sellóleikari. Prestur sr. Sigfús Kristjánsson, organisti Guðný Einarsdóttir.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í salnum niðri í umsjón Markúsar og Heiðbjartar. Hver veit nema Markús segi frá dvöl sinni í Eþíópíu en þar bjó hann í nokkur ár.