27. nóvember
Kl. 11:00 – Aðventustund fjölskyldunnar, föndur og söngur
Helgistund í kirkjunni þar sem við syngjum saman aðventu- og jólalög. Eftir stundina verður föndur, kakó og piparkökur í safnaðarsalnum.
Sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Sigfús Kristjánsson leiða stundina.
4. desember
Kl. 11:00 – Guðsþjónusta og sunnudagaskóli
Kvennakórinn Aurora syngur og leiðir söng í guðsþjónustunni.
Prestur er sr. Kristín Pálsdóttir.
Kl. 20:00 – Jólatónleikar í Hjallakirkju
Fram koma Kór Hjallakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og Brassband Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar.
Kakó og piparkökur í boði kórsins eftir tónleikana.
11. desember
Kl. 11:00 – Fjölskylduguðsþjónusta og jólaball Hjallakirkju
Við eigum von á gestum úr fjöllunum!
Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson.
18. desember
Kl. 11:00 – Jólasöngvar á fjórða sunnudegi aðventu
Falleg stund þar sem skiptast á ritningarlestrar og fallegir aðventu- og jólasálmar sem kór kirkjunnar leiðir.
Prestur er sr. Kristín Pálsdóttir.
Kl. 20:30 – Hjarðpípur og stjörnur
Guðný Einarsdóttir organisti og Blokkflautuhópurinn leika fallega jólatónlist frá barokktímanum.
Aðfangadagur
Kl. 16:00 – Jólastund barnanna
Dásamleg jólastund, með brúðuleikriti, helgileik, jólasögu og söng.
Sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Sigfús Kristjánsson leiða stundina.
Kl. 18:00 – Aftansöngur
Flutt verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Erla Björg Káradóttir syngur einsöng. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan söng.
Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson.
Jóladagur
Kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta
Flutt verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan söng.
Prestur er sr. Kristín Pálsdóttir
27. desember
Kl. 19:30 – Tónleikar
Impromptu Opera kynnir framúrskarandi margverðlaunaða óperusöngvara sem hafa sungið í virtum óperuhúsum og tónleikasölum víðs vegar um heiminn. Hrólfur Sæmundsson baritón, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Hrafnhildur Björnsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Martyn Parkes píanóleikari munu flytja vinsæla, ástríðufulla, gamansama og dramatíska gullmola úr ástsælum óperum og óperettum, svo sem Carmen, La Traviata, Rigoletto, Porgy and Bess og La Bohème. Áhorfendur eru leiddir inn í atriðin með tali og tónum og þeim jafnvel boðið að syngja með i fjöldasöng. Miðaverð 2000 kr.
29. desember
Kl. 14:00 Jólagleði aldraðra
Gamlársdagur
Kl. 18:00 – Aftansöngur
Flutt verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan söng. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Flutt verður Tokkata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach.
Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson.