Það er mikið um að vera í Hjallakirkju á öðrum sunnudegi aðventu. kl. 11 er messa sem Sr. Kristín Pálsdóttir leiðir ásamt Guðnýju Einarsdóttur organista. Söngur verður í höndum kvennakórsins Aurora.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæðinni í umsjón Heiðbjartar og Markúsar.

Um kvöldið kl. 20 eru svo árlegir jóla og aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju sem að þessu sinni eru í samstarfi með Brassbandi Reykjavíkur. Þarna verða flutt flest jóla og aðventulög sem þig langar að heyra.  Allir velkomnir og aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. img_1120