Impromptu Opera kynnir framúrskarandi margverðlaunaða óperusöngvara sem hafa sungið í virtum óperuhúsum og tónleikasölum víðs vegar um heiminn. Hrólfur Sæmundsson baritón, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Hrafnhildur Björnsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Martyn Parkes píanóleikari munu flytja vinsæla, ástríðufulla, gamansama og dramatíska gullmola úr ástsælum óperum og óperettum, svo sem Carmen, La Traviata, Rigoletto, Porgy and Bess og La Bohème. Áhorfendur eru leiddir inn í atriðin með tali og tónum og þeim jafnvel boðið að syngja með i fjöldasöng. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30. Miðaverð 2000 kr. Allir velkomnir!