15. janúar kl. 11 er hefðbundin messa á efri hæðinni hjá okkur í Hjallakirkju.  Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og predikar. Guðný Einarsdóttir verður við orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða sálmasöng. Texti dagsins er frásögnin af samfundum Jesú og Sakkeusar.

Á neðri hæðinni verður sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Markúsar og Heiðbjartar.

Kaffisopi, djús og kex á eftir.