Dagana 29. janúar – 12. febrúar verða haldnir menningardagar í Hjallakirkju. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:
Sunnudagur 29. janúar
kl. 11.00
Léttmessa við upphaf Menningardaga Hljómsveitin Sálmari sér um tónlistina.
Kl. 21:00
Elisabeth og Halldóra
Bach og Grallarinn
Tónleikhús um tvær siðbótarkonur. Sýning í tilefni af 500 ára
afmæli siðbótar
Flytjendur: Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk
Kór Hjallakirkju
Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran Jóhanna Halldórsdóttir, alt
Bragi Bergþórsson, tenór
Benedikt Ingólfsson, bassi
María Ellingsen, leikkona Miðaverð kr. 2000
Miðvikudagur 1. febrúar
kl. 20.00
Orgeltónleikar
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti flytur orgelverk eftir kventónskáld
Ókeypis aðgangur
Sunnudagur 5. febrúar
kl. 11.00
Tónlistarmessa Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur
Fimmtudagur 9. febrúar
kl. 8:30, 9:30 og 10:30
Sýningar á tónlistarævintýrinu Lítil saga úr orgelhúsi
Ókeypis aðgangur
Sunnudagur 12. febrúar
kl. 11.00
Menningardögum lýkur með Kærleiksmessu og fjölskylduhátíð
Kór Hjallakirkju syngur