Við í Hjallakirkju ætlum að ljúka menningardögunum okkar með kærleiksmessu kl. 11 á sunnudaginn. Það verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Söngur og sögur, hugleiðing um kærleikan, brúðuleikhús og leikur.  Heyrst hefur að Sr. Sigfús muni ræða um myndina Tröll (Trolls) í hugleiðingunni. Guðný Einarsdóttir organisti og kór kirkjunnar munu leiða tónlistina og jafnvel syngja lag sem ekki hefur heyrst í kirkjunni áður, þó það sé flestum kunnugt. Markús og Heiðbjört munu bregða á leik, nýju límmiðarnir sem margir hafa beðið eftgir eru komnir í hús og ekki má gleyma brúðum sem boðaða hafa komu sína.  Eftir messu verða léttar veitingar í safnaðarsal, komið hefur fram sú hugmynd að í ljósi kærleiksandans sem mun svífa yfir vötnum þá verði boðið upp á Hjónabandssælu og kærleiksbangsa. Allir velkomnir.