Gleðilegt sumar. vegna sumarleyfa starfsfólks er opnunartími kirkjunnar styttur yfir sumarmánuðina. Frá og með 19. maí er opnunartími kirkjunnar þriðjudagar-fimmtudagar kl. 10-14. Lokað verður í júlí.

Messað verður í Hjallakirkju alla sunnudaga í maí og júní. Lokað verður í Hjallakirkju í júlí.  Helgihald þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi er sameiginlegt yfir sumarmánuði. Messað er í Hjallakirkju í júní, Digranesi í júlí og Kópavogskirkju í Ágúst. Messurnar eru ávallt kl. 11. Sunnudagaskóli verður kl. 11 alla sunnudaga í sumar í Lindakirkju.

Alltaf er hægt að senda okkur línu í tölvupósti og við minnum einnig á vaktsíma presta fyrir erindi sem ekki þola neina bið.