Eins og undanfarin ár verða þjóðkirkjusöfnuðirnir í Kópavogi í samstarfi um helgihald nú í sumar. Í júní verða guðsþjónustur haldnar í Hjallakirkju, í Digraneskirkju í júlí og í Kópavogskirkju fyrstu tvo sunnudagana í ágúst. Sjómannadagurinn, 11. júní markar upphaf sumarsamstarfsins. Þá munu þrír prestar þjóna við guðsþjónustuna, Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður með bíl við Hjallakirkju og hvetur alla félagsmenn til að mæta og Jóhannes Hilmarsson yfirhúsvörður hjá Kópavogsbæ og fyrrverandi sjómaður flytur ræðu. Sunnudagaskóli á vegum safnaðanna verður haldinn í Lindakirkju í allt sumar ef frá er skilin verslunarmannahelgin. Dagskrá sumarsins verður auglýst á heimasíðum kirknanna jafnóðum. Verið hjartanlega velkomin í sumarguðsþjónustur í Kópavogi!