Við ætlum aðeins að breyta til á sunnudaginn í Hjallakirkju. Það verður fjölskylduguðsþjónusta með Hrekkjavökuþema. Allir eru hvattir til að koma í búning og hafa gaman af stundinni. Sigfús, Guðný, Heiðbjört Arney og Markús leiða stundina í sameiningu. Það verður mikið sungið, brúðuleikhúsið verður á sínum stað og auðvitað biblíusaga. Krakkakórinn kemur líka og syngur fyrir okkur.
Eftir stundina verður léttur hádegisverður í safnaðarsalnum.