Fimmtudaginn 7. desember er opið hús fyrir eldri borgara í Hjallakirkju kl. 12.00. Inga kirkjuvörður reiðir fram dýrindis hangikjöt og uppstúf. Við höfum pakkaleik og hvetjum alla til að koma með lítinn pakka til að leggja í púkk. Við syngjum jólalög og upplifum saman góða og notalega jólastund í kirkjunni okkar á aðventunni.
Verið hjartanlega velkomin!