Kór Hjallakirkju heldur sína árlegu aðventutónleika sunnudaginn 10. desember kl. 20. Að þessu sinni eru þeir með veglegra móti þar sem kórinn fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Flytjendur á tónleikunum verða auk kórsins:
Elísabet Þórðardóttir, orgel og píanó
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla
Magnea Árnadóttir, flauta
Jón Hafsteinn Guðmundsson, trompet
Frank Aarnink, slagverk
Ólafur Kolbeinsson, slagverk
Einsöngvarar úr röðum kórfélaga
Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kakó, smákökur og afmælisköku eftir tónleikana!
Verið hjartanlega velkomin!