Jólaball sunnudagaskólans verður sunnudaginn 17. desember kl. 11.00. Við byrjum á helgistund í kirkjunni þar sem meðal annars barnakór Hjallakirkju syngur.
Eftir það förum við inn í safnaðarsalinn og dönsum í kringum jólatréð og fáum góðan gest í heimsókn.
Um stundina sjá sr. Sunna Dóra Möller og Guðný Einarsdóttir organisti.
Verið hjartanlega velkomin!