Fimmtudaginn 18. mars er fyrsta opna húsið fyrir eldri borgara í Hjallakirkju kl. 12.00. Inga kirkjuvörður og Árni hennar halda utan um samveruna að þessu sinni og Guðný organisti verður við píanóið og leiðir almennan söng. Verið hjartanlega velkomin á opið hús, góðar og uppbyggilegar samverur fyrir alla.