Sunnudaginn 21. janúar verður sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11.00. Samveran verður að þessu sinni upp í kirkju og þar af leiðandi er ekki hefðbundin messa á sama tíma. Nú er um að gera að taka þátt í sunnudagaskólanum á vorönninni, safna límmiðum á plakatið og heyra biblíusögurnar og syngja sunnudagaskólalögin. Um samveruna sjá þau Markús og Heiðbjört. Sunnudagaskólinn er góð leið til að hefja sunndagsmorgna í vetur á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt. Sjáumst í sunnudagaskólanum.