Sunnudaginn 11. febrúar verður kvöldguðsþjónusta með kvikmyndatónlist í Hjallakirkju. Um tónlistina sér Kór Hjallakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og Brassband Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar. Hugleiðingar flytja Sigfús Kristjánsson, Sunna Dóra Möller og Karen Lind Ólafsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir!

Athugið að þennan sunnudag er ekki guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11.00. En sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 í Safnaðarheimilinu og það eru þau Markús og Heiðbjört sem sjá um hann.