Vegna fjölda fyrirspurna um fermingardaga og skráningar fyrir vorið 2019 þá höfum við ákveðið að fermt verður í Hjallakirkju dagana: 

7. apríl kl. 10.30 og 13.30. 

14. apríl kl. 10.30 og 13.30.

Ekki hefur enn verið opnað fyrir skráningar en við munum kynna það vel með bréfi til væntanlegra fermingarbarna og foreldra þegar við erum tilbúin að taka við skráningum fyrir næsta vetur. Með því bréfi verður einnig boðað til fundar með foreldrum þar sem fyrirkomulag fermingafræðslunnar veturinn 2018-19 verður kynnt ásamt fleiri praktískum atriðum sem varða fermingarundirbúninginn allan.

Við vekjum athygli á því að við munum gera okkar besta til þess að koma til móts við óskir um fermingardag og hlökkum til að eiga gott samstarf með foreldrum og fermingarbörnum næsta árs. 

sr. Sunna Dóra og sr. Karen Lind.