Sunnudaginn 4. mars kl. 11.00 verður sr. Sunna Dóra Möller sett inn í embætti sóknarprests og sr. Karen Lind Ólafsdóttir sett inn í embætti prests við Hjallakirkju af sr. Gísla Jónassyni prófasti Reykjavíkurprófastdæmis Eystra. Sr. Sunna Dóra og sr. Karen Lind þjóna fyrir altari og kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. 

Léttar veitingar í boði að guðsþjónustu lokinni. 

Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu og það eru þau Markús og Heiðbjört sem halda utan um hann. 

Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum tímamótum í Hjallakirkju þegar við bjóðum nýja presta safnaðarins velkomna til starfa.