Sunnudaginn 11. mars verður kvöldguðsþjónusta með kvikmyndatónlist í Hjallakirkju. Um tónlistina sér Kór Hjallakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og Brassband Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar. Hugleiðingar flytja Sigfús Kristjánsson, Sunna Dóra Möller og Karen Lind Ólafsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir!