Á föstudaginn langa, þann 30. mars, verða tónleikar í Hjallakirkju þar sem flutt verður verkið Stabat Mater eftir Pergolesi. Það eru söngkonurnar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir sem flytja verkið ásamt kammerhópnum ReykjavíkBarokk. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.