Krílasálmar eru reglulegar tónlistarstundir í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmiðið með stundunum er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar.
Nú ætlum við í Hjallakirkju að hafa Krílasálmaguðsþjónustu og gefst okkur því tækifæri til að koma saman og njóta þessa góða og mikilvæga tónlistarfs í kirkjunni í almennri guðþjónustu. Stundin er sunnudaginn 22. apríl í kirkjunni kl. 11.00.
Um Krílasálmana sjá Guðný Einarsdóttir organisti og Eline Elnes Rabbevag. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Verið hjartanlega velkomin.