Sunnudaginn 29. apríl er lokahátíð barnastarfsins og sunnudagaskólans í Hjallakirkju kl. 11.00. Við byrjum daginn á fjölskyldumessu þar sem krakkar úr Kórskóla kirkjunnar syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista og Jóhönnu Halldórsdóttur. Sunnudagaskólinn er á sínum stað í messunni og það eru þau Markús og Heiðbjört sem stýra honum ásamt sr. Sunnu Dóru Möller.
Að lokinni samveru í kirkju verður sumarpartý í safnaðarheimilinu, pylsur í boði og margt fleira skemmtilegt.
Verið hjartanlega velkomin!