Fimmtudaginn 10. maí 2018, á uppstigningadag verður sameiginleg guðsþjónusta Hjalla- og Digranessóknar í Hjallakirkju kl. 14:00.

Með gleði í hjarta syngjum við fram sumarið. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi sjá um söng við undirleik Guðnýjar Einarsdóttur organista. Sr. Karen Lind leiðir stundina.

Boðið verður upp á kaffi, góða samveru og almenna gleði eftir að guðsþjónustu líkur.

Allir velkomnir!

Sálmur: 170

Vér horfum allir upp til þín,
í eilíft ljósið Guði hjá,
þar sem að dásöm dýrð þín skín,
vor Drottinn Jesús, himnum á.

Vorn huga, Drottinn, drag til þín
í dýrðarljómann jörðu frá,
því ekkert hnoss í heimi skín,
sem hjartað friða’ og gleðja má.

Og ekkert löngun hjartans hér
af heimsins gæðum seðja má.
Vér þráum líf, sem eilíft er,
og ætíð þér að vera hjá.

En styrk oss til að stríða hér,
að stríða synd og löstum mót.
Æ, veit oss náð að þóknast þér
og þig að elska’ af hjartans rót.