Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í níunda sinn i Hjallakirkju sunnudagskvöldið 13. maí kl. 20.00. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. 
 
Íhugun og íhugunarbæn hefur fylgt krsitinnni trú frá öndverðu. Mörg höfum við heyrt talað um íhugunarbæn en sjaldnar um íhugunarguðsþjónustu! Íhugunarguðsþjónusta er að miklu byggð upp eins og hefðbundin guðsþjónusta. Þar eru sungnir sálmar, bænir eru bornar fram og lesið er úr Biblíunni. En allt er það gert með kristilegum íhugunaraðferðum sem guðsþjónustugestir eru leiddir inn í. Áhersla guðsþjónustunnarer á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng og kyrrð. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Verið velkomin.
 
Athugið að ekki er guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11.00 og vísum við á nágrannakirkjurnar okkar ef fólk vill sækja helhighald frekar á þeim tíma.