Sumarið í Hjallakirkju verður með eftirfarandi hætti:

Sr. Sunna Dóra Möller sóknarprestur er í sumarleyfi frá 1. júní-1. júlí. sr. Karen Lind Ólafsdóttir er á vaktinni og er hún með netfangið karen@hjallakirkja.is

Sr. Karen Lind verður í sumarleyfi frá 3. júlí – 9. ágúst. Sr. Sunna Dóra Möller verður á vaktinni á meðan og hægt er að ná í hana í sima 694-2805 eða á netfanginu sunna@hjallakirkja.is

Í neyðartilfellum bendum við á vaktsíma presta í Kópavogi: 8430444 utan hefðbundins skrifstofutíma ef erindið þolir ekki bið. 

Hjallakirkja verður lokuð í júní þetta árið og messað verður í Digraneskirkju alla sunnudaga kl. 11.00. Hjallakirkja verður opin í júlí og fer helgihald fram hjá okkur alla sunudaga í júlí. Fram í miðjan ágúst verður svo messað í Safnaðarheimili Kópavogskirkju – Borgum. Þetta er samstarf er hluti af samvinnu kirknanna í Kópavogi og eru allar upplýsingar um messur og presta sem sinna helgihaldi á heimasíðu Digraneskirkju undir viðburðum.

Síðasta messa fyrir sumarlokun í Hjallakirkju verður sunnudaginn 27. maí kl.11.00 og verður auglýst sérstaklega.

Með ósk um gott og gleðilegt sumar. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju,