Brátt líður að upphafi fermingarfræðslu hér í Hjallakirkju en námskeið verður hér í kirkjunni fyrir fermingarbörn næsta vetrar vikuna 13.-17. ágúst næstkomandi. Við minnum á að enn er hægt að skrá sig í fermingarfræðslu og á fermingardaga hér á heimasíðunni okkar. Við hlökkum til að eiga gott samstarf við væntanleg fermingarbörn og forleldra næsta vetur. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur prestanna og við reynum okkar besta til að koma til móts við óskir og væntingar þannig að þessi vetur verði áhugaverður og spennandi í lífi þeirra barna sem sækja til okkar fræðslu. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju.