Síðastliðna viku fylltu fermingarbörn næsta vetrar Hjallakirkju þar sem þau voru að undirbúa veturinn og byrja að fræðast um ferminguna. Núna á sunnudaginn kemur endum við námskeiðið á messu sem fermingarbörnin taka þátt í ásamt því að þau munu ganga til altaris. Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sjá um tónlistina. Prestar eru sr. Sunna Dóra og sr. Karen Lind. Við hvetjum foreldra fermingarbarnanna og fjölskyldur til að mæta. 

Sjáumst í kirkjunni!