Upphaf barna- og æskulýðsstarfs Hjallakirkju:
 
Sunnudaginn 02. september hefst sunnudagaskólinn í kirkjunni og verður alla sunnudaga í vetur kl. 11.00.
Umsjón með sunnudagaskólanum hafa líkt og fyrri ár þau Markús og Heiðbjört. 
Lifandi og skemmtilegar samverur fyrir fjölskyldur á sunnudagsmorgnum.
 
Miðvikudaginn 5. september hefst 10-12 ára starf kirkjunnar. Það starf er alla miðvikudaga kl. 16.00-17.00. 
Leikir, föndur, spil og fleira skemmtilegt. 
 
Fimmtudaginn 6. september hefst 6-9 starf kirkjunnar – Kirkjuprakkarar. Leikir, föndur, spil og fleira skemmtilegt. 
 
Alla fimmtudaga er svo æskulýðsstarf í kirkjuni kl. 20.00 og er fyrir 8. bekk og eldri.
 
Allt æskulýðsstarf kirkjunnar er þátttakendum að kostnaðarlausu. 
 
Umsjón með starfinu hefur Sólveig Ragna æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og er hægt að hafa samband við hana á netfanginu solveig@hjallakirkja.is
 
Verið velkomin í kirkjuna í vetur.