Upphaf sunnudagaskólans í Hjallakirkju

 

Sunnudagaskólinn i Hjallakirkju hefst sunnudaginn 2. september kl. 11.00 í safnaðarsal kirkjunnar. Öll börn sem mæta í vetur fá sunnudagaskólabók og límmiða til að líma inn í bókina eftir hverja samveru. Sunnudagaskólinn er uppbyggileg og góð samvera fyrir fjölskyldur á sunnudagsmorgnum og er í dyggri umsjá Markúsar og Heiðbjartar líkt og í fyrra. 

Það er um að gera að vera með frá upphafi og við hlökkum til að sjá ykkur í sunnudagaskólanum i vetur! 

 

By |2018-08-29T11:50:43+00:0029. ágúst 2018 | 11:50|