Nú er sunnudagaskólinn byrjaður í Hjallakirkju og var fyrsta samveran á sunnudaginn var. Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl. 11.00 i safnaðarheimili kirkjunnar og það eru þau Markús og Heiðbjört sem halda utan um hann í vetur. Börnin fá sunnudagaskólaefni, fræðast um biblíusögurnar og syngja sunnudagaskólalögin. Góðar og skemmtilegar samverur fyrir fjölskyldur á sunnudagsmorgnum í vetur. Sjáumst í sunnudagaskólanum!